*

laugardagur, 19. september 2020
Erlent 16. júlí 2020 17:22

Billjón króna yfirtökutilboð

Félagið Thermo Fisher hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í Qiagen upp í 11,3 milljarða evra vegna aukinnar eftirspurnar í COVID-19 sýni.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Qiagen eru í Hilden, Þýskalandi.
epa

Thermo Fisher hefur hækkað tilboð sitt í líftæknifélagið Qiagen um tæplega milljarð evra eða um 160 milljarða króna. Félagið metur því Qiagen á um 11,3 milljarða evra, um 1,8 billjónir króna, sem gerir um 43 evrur á hlut, markaðsvirði bréfa félagsins er 47,75. Thermo Fisher segist hafa hækkað tilboð sitt sökum aukinnar eftirspurnar á búnaði sem félagið hannar fyrir skimanir á COVID-19.

Tilboðið hefur verið samþykkt af stjórn Qiagen en ekki er þó víst hvort verði af sölunni. Ástæðan er sú að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 3,6% af félaginu, er ekki tilbúinn til að selja sína  sína fyrir núverandi tilboð.

Skyldi ekki verða af samningum mun Thermo Fisher eiga rétt á um 95 milljón dollara skaðabótum vegna samkomulags milli félaganna. Financial Times segir frá.

Thermo Fisher er Bandarískt félag sem meðal annars sér um hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu og lífvísindum. Félagið er skráð í kauphöll New York og er markaðsvirði þess um 154 milljarðar dollara eða um 21,6 billjón króna.

Stikkorð: COVID-19 Qiagen Thermo Fisher