Englandsbanki hefur heimilað bönkum að auka útlán sín með lækkun bindisskyldu niður í núll.

Eykur útlán um 150 milljarða punda

Með þessu er snúið við ákvörðun sem tekin var í mars síðastliðnum. Mun þetta leyfa bönkum að lána meira en 150 milljörðum punda til viðbótar til breskra fyrirtækja og heimila. Er þetta gert til að viðhalda fjármagnsframboði vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur á mörkuðum eftir að Bretar ákváðu að ganga út úr Evrópusambandinu.

Mun bindisskildan haldast í núlli að minnsta kosti til júní 2017. Er þessi ákvörðun bankans eitt fyrsta skiptið sem bindisskylda er sérstaklega lækkuð til að viðhalda hagvexti eftir efnhagslegt áfall. Lægri bindisskylda leyfir bönkum að lána út fé á minna eiginfjármagni.