Biophilia tónvísindasmiðjurnar sem listakonan Björk Guðmundsdóttir kom á fót í Reykjavík eru nú komnar til Svíþjóðar. Tónvísindasmiðjurnar eru þverfaglegt samstarfsverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar og fór af stað haustið 2010. Það hefur þegar fengið viðurkenningu sem besta vísindamiðlunarverkefni ársins hjá evrópskum háskólum (EUPRIO) og verið kynnt í New York og á Norðurlöndunum.

Þá er Biophilia eitt af formennskuverkefnum Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni sem þeir veita forystu í ár. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að nú er verið að kynna verkefnið há Nobel-safninu í Svíþjóð og býðst skólum um alla Svíþjóð að sækja um þátttöku í þessu skemmtilega verkefni.