Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og kona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. Veitingastaðir keðjunnar eru þrír samtals en stefnt er að þvi að opna einn til tvo nýja staði á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að gera sérleyfissamning fyrir merkið á Akureyri.

Þegar horft er til lengri tíma er stefnt að því að opna Gló veitingastað erlendis og þá er horft á skandínavískan og bandarískan markað. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru flestum kunn, eiga áfram fyrirtækið með nýjum fjárfestum.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Á fjórða hundrað manns sótti um starf hjá Skattinum
  • Rannsókn til bjargar fjölskyldufyrirtækjum
  • Margir hafa áhyggjur af þenslu, verðbólgu og Íbúðalánasjóði
  • Oz fer til Póllands í sumar
  • Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti frumvarp um opinber fjármál
  • Rúnar Bjarnason forstöðumaður hjá PwC er sveitastrákur í húð og hár
  • Glitnir tók helmingshlut í Skeljungi til baka
  • Bjarni Bjarnason forsjtóri Orkuveitunnar í ítarlegu viðtali
  • Risaverksmiðja á Grundartanga er óháð umhverfismati.
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um áherslur í ríkisrekstri
  • Óðinn skrifar um vinnubrögð Hagfræðistofnunar
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira