Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 31,5 milljónir króna í laun í fyrra. Samsvarar það 2.625.000 krónum á mánuði. Árið 2011 námu árslaun hennar 29,7 milljónum króna. Aukningin milli ára er því um 1,8 milljónir króna eða 6,1%.

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður bankans var með 7,2 milljónir króna í laun í fyrra, eða um 600.000 krónur á mánuði. Árið 2011 námu árslaun Friðriks 6,3 milljónum króna.

Aðrir stjórnarmenn voru með á bilinu 5,1 til 5,7 milljónir króna í árslaun. Þá kemur fram að sjö framkvæmdastjórar fyrirtækisins voru samtals með 171,7 milljónir króna í laun í fyrra, en árið 2011 voru þeir með 145,2 milljónir króna. Þetta er hlutfallsleg aukning upp á um 18,3%. Sjömenningarnir voru að meðaltali með rúmlega tvær milljónir króna í laun á mánuði í fyrra.