„Ég tók við sem bankastjóri Íslandsbanka með mjög skýra sýn á uppbyggingu bankans. Við setturm okkur strax skýr og mælandleg markmið,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Hún er áhrifamesta konan í atvinnulífinu um þessar mundir.

Áhrifamestu konur Íslands koma úr ólíkum geirum. Flestar stýra þær stórum fyrirtækjum eða sitja í stjórnum félaga. Listinn var settur saman af stórum hópi álitsgjafa og ritstjórn Viðskiptablaðsins og er hann birtur blaðinu Áhrifakonur, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Svona lítur listinn yfir 10 áhrifamestu konurnar út:

  1. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
  2. Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðar- og athafnakona
  3. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
  4. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins
  5. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi
  6. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
  7. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi
  8. Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.
  9. Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaráls
  10. Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Áhrifakonur sem fylgdi Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .