Birna Kristrún Halldórsdóttir hefur gengið til liðs við mannauðs- og ráðgjafarfyrirtækið Attentus. Í fréttatilkynningu kemur fram að Birna mun koma að ýmsum störfum fyrir Attentus, m.a. sem „mannauðsstjóri til leigu“ auk þess að sinna fræðslu og stefnumótun fyrir viðskiptavini á sviði mannauðsmála.

Birna lauk B.Sc.gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í félags- og vinnusálfræði frá sama skóla og stundaði nám í arkitektúr við Royal Danish Academy of Fine Art. Birna er auk þess vottaður leiðbeinandi í LEGO® SERIOUS PLAY® sem er aðferð sem nýtist m.a. í stefnumótun fyrirtækja.

Birna starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá THG arkitektum á árunum 2012-2016, hjá eigin ráðgjafarfyrirtæki í mannauðsstjórnun, Connect Billund, og hjá LEGOLANDI í Danmörku sem liðsstjóri og leiðbeinandi 2015-2016.

Birna hefur verið með LEGO® SERIOUS PLAY® vinnustofur í fyrirtækjum, m.a. fyrir Lego, og hefur setið í stjórn alþjóðlega skólans í Billund.