Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard and Poor’s (S&P) breytti í dag horfum landshæfiseinkunna Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfiseinkunn bankanna hefur verið staðfest BB+/B

Breytingin er gerð í kjölfar þess að S&P hefur uppfært efnahagslega áhættuþætti fyrir Ísland úr stöðugum í jákvæða auk þess sem þeir telja líklegt að draga muni enn frekar úr efnahagslegu ójafnvægi hér á landi.

S&P telur þannig horfur fyrir fjármálamarkaðinn á Íslandi jákvæðar auk þess sem líklegt sé að gæði eigna í fjármálakerfinu haldi áfram að aukast. Í júlí breytti S&P horfum sínum fyrir lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í jákvæðar.

Tilkynningu S&P má lesa hér .