Charlie Shrem, forstjóri Bitcoin-markaðarins BitInstant, var handtekinn á JFK-flugvellinum í dag. Honum er gefið að sök að hafa staði í peningaþvætti og selt rafeyrinn til viðskiptavina vefsíðunnar Silk Road fyrir rúma eina milljón Bandaríkjadali. Notendur síðunnar notuðu rafeyrinn til kaupa á fíkniefnum og í öðrum vafasömum tilgangi, að því er fram kemur um málið í umfjöllun netmiðilsins Business Insider .

Shrem mun sjálfur hafa keypt fíkniefni á síðu Silk Road.

Shrem er háttsettur innan Bitcoin-samfélagsins og átti að halda erindi um rafeyrinn á ráðstefnu um hann á Miami í gær.