Vextir Seðlabankans ættu að vera lægri, segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna óskiljanlegt að raunvaxtastigið hafi ekki verið neikvætt undanfarin ár. Peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6%.

Bjarni segir í viðtalinu að sér hafi lengi fundist stýrivextir hafa verið of háir hér á landi. Í umfjöllun fréttaveitunnar er m.a. farið yfir kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins, skattalækkunum, lækkun skulda, afstöðu flokksins til Evrópusambandsins, stjórnarmyndunarviðræður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og vaxtaákvörðun Seðlabankans.