Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sett sig í stellingar fyrir stjórnarmyndum og haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu . Beinast lægi fyrir að stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væri því í burðarliðum.

Sjálfstæðisflokkurinn sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum eða 29,1% atkvæða og 21 þingmenn kjörna. Viðreisn, sem verður nýr flokkur á þingi undir forystu Benedikts Jóhannessonar, hlaut hins vegar 10,5% atkvæða og 7 þingmenn. Björt framtíð hlaut 7,2% og 4 þingmenn.

Því hefði stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tæpan meirihluta á þingi eða 32 þingmenn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Bjarni Benediktsson og Óttar Proppé rætt saman símleiðis. Haft er eftir Björt Ólafsdóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar að það beri lítið á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi þó hvorki játast við því eða neita því að hafa rætt við Bjarna Benediktsson í gær. Hann sagðist þeirrar skoðunar að stjórnarmyndunarumræður ættu ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna.