Bjarni Benediktsson segir að það sé sýn hans að tejuskattsþrepum verði fækkað í næsta áfanga skattkserfisbreytinga. Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag. Bjarni sagði á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að ríkisstjórnin ráðgerði að einfalda skattkerfið og lækka skatta frekar. Hann sagði einnig að stefnt væri að afnámi vörugjalda í stóru vörugjaldaflokkunum.

Bjarni sagði á flokksráðsfundinum að verið væri að vinna að breytingum á viðrisaukaskattskerfinu. „Þar er hugsunin sú að fækka undanþágum, draga úr mismuninunm á milli þrepanna og vinna samhliða að því að afnema vörugjöld á mörgum flokkum, meðal annars á raftækjum byggingarvörum og öðru slíku,“ sagði hann.