Áhyggjur af þróun fjármálamarkaða og hækkandi bensínverð er á meðal þess sem gerir það að verkum að bjartsýni bandarískra neytenda minnkaði í síðasta mánuði og hefur ekki verið minni frá því síðastliðið haust. Svokölluð væntingavísitala sem mælir bjartsýni neytenda lækkaði um fjögur stig á milli mánaða, úr 111,2 stigum niður í 107,2 stig.

Hlutfall þeirra sem sögðu efnahagsaðstæður góðar lækkaði úr 28,7% í 28,3% á meðan hlutafall þeirra sem sögðu að staðan í efnahagslífinu væri slæm hélst óbreytt. Þessi vaxandi svartsýni bandarískra neytenda kemur á sama tíma og vísbendingar eru um samdrátt á fasteignamarkaðinum þar í landi.