Ársfjórðungsuppgjör Goldman Sachs kom mörgum þægilega á óvart, enda hafa jákvæðar fréttir af starfsemi fjármálafyrirtækja verið af skornum skammti undanfarin misseri.

Fyrr í þessari viku tilkynnti bankinn um að hagnaður af rekstrinum fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið ríflega 1,8 milljörðum Bandaríkjadala.

Í kjölfar afkomunnar var tilkynnt um að bankanum hafi tekist að afla fimm milljarða dala í formi nýs hlutafés. Ekki felst minni frétt í því þar sem fjárfestar hafa ekki beinlínis staðið í röðum eftir því að setja fé sitt í fjármálafyrirtæki að undanförnu.

Hægt er að túlka stöðu Goldman Sachs sem tákn um að svartasta skammdegið á fjármálamörkuðum vestanhafs sé hugsanlega að renna sitt skeið á enda.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .