Stjórn sænska fjárfestingarbankans Carnegie mun mæla með Björgólfi Thor Björgólfssyni í stjórn. Í dag á Burðarás 20% hlut í Carnegie og ætlar að gefa kost á tveimur í stjórn.

Bankinn er með góða hlutdeild í markaðsviðskiptum og einnig er hann stór á sviði samruna og yfirtaka og eru þóknunartekjur bankans í takt við það. Burðarás fær einnig væna arðgreiðslu af hlut sínum í bankanum en allur hagnaðurinn verður greiddur út í arð.

Yfirlýst stefna Burðaráss er að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum og á bankinn einnig um 10% hlut í breska bankanum Singer & Friedlander en Burðarás á ekki sæti í stjórn bankans og mun fulltrúi félagsins líklega ekki taka þar sæti. Burðarás á einnig 4% hlut í Íslandsbanka og smærri hluti í öðrum bönkum.