*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Innlent 14. nóvember 2019 10:46

Björgólfur úr stjórn Festi

Björgólfur Jóhannsson hefur sagt sig úr stjórn Festi vegna tímabundinnar ráðningar sem forstjóri Samherja.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson.
Haraldur Guðjónsson

Björgólfur Jóhannsson, stjórnarmaður í Festi hf., hefur tilkynnt félaginu um afsögn úr stjórn Festi vegna tímabundinnar ráðningar sem forstjóri Samherja hf. Frá þessu greinir Festi í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í morgun þá hefur Þorsteinn Már Baldvinsson stigið tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á meintum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Fyrrnefndur Björgólfur Jóhannsson, sem er fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja.