Björgvin G. Sigurðsson, fráfarandi viðskiptaráðherra, segist hafa vonast til þess að afsögn hans skapaði frið um ríkisstjórnina og hún sæti áfram.

,,Ég bjóst við því að ef því við hyggjum á hnúta, skiptum um fólk í seðlabanka, fjármálaráðuneyti og fleiri póstum og stöðum væri hægt að ná ágætum frið um verkefnið. Okkur skorti traust og starfsfrið,” sagði Björgvin í samtali við vb.is

Þú áttir von á að þín afsögn framlengdi líf stjórnarinnar?

,,Ég átti von á því að mín afsögn gæti orðið til þess að skapa stjórninni frið til að ná vopnum sínum aftur í umræðunni. Ekki bara eitt og sér heldur varð fleira að gerast. Burtséð frá persónum þá verður aldrei traust á verkinu fyrr en seðlabankastjórarnir stíga til hliðar. Þetta er ekki spurning um sekt eða sakleysi. Með mér fer Jón Sigurðsson, afburðarmaður og grátlegt að það sé hans hlutskipti en þetta snérist ekki um persónur og leikendur heldur traust og ábyrgðir," sagði Björgvin í samtali við vb.is.