Björgvin Halldórsson trónir á toppnum en enginn annar tónlistarmaður skilaði jafn miklum hagnaði og hann í fyrra. Tekjur félags sem heldur utan um afrek Björgvins á tónlistarsviðinu námu 18 milljónum króna í fyrra og skilaði árið honum þriggja milljóna króna hagnaði.

Bubbi Morthens og grallararnir í Baggalúti fylgja fast á hæla Bó með tæplega 2,9 milljóna króna hagnaði hvor í fyrra.

Árið var gott hjá flestum tónlistarmönnum í fyrra og jókst hagnaður þeirra á milli ára. Páll Óskar var þó ekki einn þeirra. Hann stóð þó ekki eftir tómhentur.

Lesa má nánar um afkomu íslenskra tónlistarmanna í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Orkuveitan verður af hundruð milljóna króna í Bandaríkjunum
  • Hlutfallslega færri borga skatt hér en á hinum Norðurlöndunum
  • Verðbréfamiðlarar vissu að Framtakssjóðurinn ætlaði að selja 10% hlut í Icelandair Group
  • Danskir fjárfestar líklegir til að eignast Húsasmiðjuna
  • Mörg hundruð milljarðar króna gætu gufað upp í Seðlabankanum þegar kröfuhafar bankanna fá greitt
  • Ítarlegt viðtal við framkvæmdastjóra afþreyingarisans Senu
  • Sala á listaverkum tekur kipp
  • Leigutakar Laxár í Ásum þvertaka fyrir mikla hækkun á veiðileyfum
  • Umfjöllun um þjóðmál
  • Myndasíður
  • Og allt á milli himins og jarðar sem fólk langar til að lesa...