Björgvin Halldór Björnsson hefur gengið til liðs við eigendahóp Lögfræðistofu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Björgvin útskrifaðist með LL.M. gráðu í evrópskum viðskiptarétti frá háskólanum í Lundi í vor. Í maí 2014 útskrifaðist Björgvin með LL.M. gráðu í alþjóðalögum frá University of Miami með sérhæfingu í alþjóðlegum gerðardómum.

Björgvin lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi ári seinna. Hann starfaði hjá Íslensku lögfræðistofunni árin 2010 til 2012 og hjá Lögmönnum Laugardal frá 2009 til 2010. Þá var Björgvin lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu árin 2008 og 2009.

Björgvin sinnir allri almennri lögfræðiþjónustu við einstaklinga, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög ásamt því að veita þjónustu á sínum sérsviðum sem eru Evrópuréttur og alþjóðalögfræði. Þá er Björgvin einnig með réttindi til að starfa sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.

Hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur starfa nú níu lög­menn, þar af fjórir með mál­flutn­ings­rétt­indi fyr­ir Hæsta­rétti.