Björn Ingi Hrafnsson, eigandi DV og Vefpressunnar, kveðst harmi sleginn yfir fregnum dagsins. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook .

Sem kunnugt er voru tvær konurnar á föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Vísir hefur nafngreint konurnar og segir þær vera systurnar Malín Brand, blaðamann á Morgunblaðinu, og Hlín Einarsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Bleikt.is, en hún var áður sambýliskona Björns Inga. Þá hefur Vísir greint frá því að systurnar hafi hótað að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV fengju þær peningana ekki greidda.

Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið við blaðamenn fyrr í dag, en segir nú í stöðuuppfærslu að hugur hans sé hjá þeim sem eigi um sárt að binda vegna málsins. Segir hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir Björn Ingi.

Þá segir Björn Ingi að um mannlegan harmleik sé að ræða. „Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann að lokum.