Í skýrslu Gamma um íbúðamarkaðinn, sem kom út haustið 2011, er fjallað um „ímyndað fasteignafélag“ þar sem varpað er upp það sem skýrsluhöfundar kalla raunhæf dæmi um það hvernig „lítið fasteignafélag sem stofnað yrði utan um kaup og útleigu nokkurra íbúða miðsvæðis í Reykjavík“ gæti starfað.

Tekið er dæmi um félag sem myndi festa kaup á tólf íbúðum í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur af meðalstærð (um 83fm) á meðalverðinu 250 þúsund krónur á fermetra. Þannig myndi félagið eiga samtals um 1.000 fermetra sem metnir væru á um 250 milljónir króna og með eiginfjárframlagi stofnenda upp á 70 milljónir króna.

„Sé tekin ákvörðun um að leysa fasteignafélagið upp eftir 10 ár, selja fasteignirnar og greiða út handbært fé og miðað við ofangreindar forsendur ætti arðsemi fjárfestingarinnar í leigufélaginu að vera um 7-8% ofan á verðbólgu reiknað með s.k. IRR (internal rate of return).

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.