*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 29. mars 2017 19:15

Bláa lónið byggir fyrir starfsfólk sitt

Bláa lónið undirbúi um þessar mundir byggingu fjölbýlishúss í Grindavík fyrir starfsfólk fyrirtækisins á svæðinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að Bláa lónið hyggist byggja fjölbýlishús í Grindavík fyrir starfsfólk fyrirtækisins sem vill flytja á svæðið. Um er að ræða 28 íbúða fjölbýlishús. 

Stefnt er að því að gengið verði frá samningi um framkvæmdirnar á næstu dögum. Spurður sagðist Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem ekki hafi verið gengið formlega frá öllum samningum.

Líkt og nokkuð hefur verði fjallað um í fjölmiðlum hefur vöxtur Bláa lónsins verið gríðarlegur undanfarin ár. 

Á tímabilinu 2011-2015 fjölgaði gestum lónsins þannig úr 460.000 í 918.000 og samkvæmt stjórnendum Bláa lónsins er allt útlit fyrir að gestum muni halda áfram að fjölga um 200.000 á þessu ári frá árinu á undan og verði því um 1,1 milljón talsins.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Blekkingarvefurinn í kringum einkavæðingu Búnaðarbankans
 • Staða mála hjá HB Granda
 • Könnun SA meðal stjórnenda og viðhorf þeirra til efnahagslífsins
 • Mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu mála hér á landi
 • Mat á því hvenær íslenskt hagkerfi nær toppi hagsveiflunnar
 • Eigendur Taconic capital, eins af kaupendum í Arion banka
 • Stöðu Iceland Seafood International sem hyggst færa út kvíarnar í Evrópu
 • Aukin tækifæri til hagfræðináms hér á landi
 • Misvísandi áhrif mikillar fólksfjölgunar á fjárhagsáætlanir Reykjanesbæjar
 • Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, er í ítarlegu viðtali
 • Veigamiklum spurningum um áhrif landfyllingar við Ártúnshöfða á laxastofninn í Elliðaánum er ósvarað.
 • Nýjasta sigurvegara Gulleggsins
 • Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, er fyrsta konan sem gengt hefur stöðunni.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um þaulsetu Pírata.
 • Óðinn skrifar um vanda jafnaðarmanna