*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 11. október 2013 14:02

Bleika slaufan vekur athygli víða um heim

Ragnar Gunnarsson hjá Brandenburg segir viðbrögðin við átakinu Bleika slaufan alveg ótrúleg.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Aðsend mynd

„Ég man ekki eftir öðru eins síðan Eyjafjallajökull gaus. En þetta hlýtur að vera málefnið. Bleika slaufan er greinilega fólki hugleikin,“ segir Ragnar Gunnarsson , framkvæmdastjóri og einn eigenda auglýsingastofunnar Brandenburg. Auglýsingaherferðin fyrir átakið Bleika slaufan, sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir gegn brjóstakrabbameini, hefur vakið heilmikla athygli langt út fyrir landsteina. Nú er svokallaður Bleiki dagurinn. Uppboð er haldið á vefsíðu Bleiku slaufunnar til styrktar átakinu auk þess sem margir hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum og skólum eru klædd í bleik föt.

Hönnunar- og auglýsingatímaritið Ad Week birti umfjöllun um auglýsingar Brandenburg í gær og tengdi við umfjöllunina á vef sínum myndbandið úr átakinu. Þá hafa fleiri miðlar tekið málið upp, s.s. bandaríski netmiðillinn Huffington Post en þar er mikið gert úr því að akreinar hafi verið málar í bleikum lit. Twitter notendur hafa sömuleiðis fjallað um málið í miklum mæli.

Umfjöllun Ad Week hefur fengið 1.500 „like“ á Facebook og hafa um 160 tístað um hana á samskiptasíðunni Twitter.

Telur erfitt að ná viðlíka árangri í öðrum löndum

Ragnar segist viðbrögðin ótrúleg. Hann hafi meira að segja séð tíst frá Indlandi og á erlendu tungumáli sem hann telur asískt. 

„Mér sýnist að flestir séu að dreifa þessu á Twitter út af því að þetta er frábær hugmynd. Þetta er skemmtilegt hugmynd sem er auðskiljanleg og einföld í útfærslu,“ segir hann og bendir á að sumum hafi fundist ótrúlegt hversu vel hafi tekist til og taki margir þátt í átakinu. Það væri erfitt víða, s.s ansi flókið að ná viðlíka útbreiðslu í Bandaríkjunum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is