Meðalaldur þingmanna á Bandaríkjaþingi hefur aldrei verið hærri en á kjörtímabilinu sem lýkur nú í dag og hefur aldru þingmanna hækkað mikið undanfarin ár.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Þar kemur einnig fram að elsti þingmaður frá upphafi hafi verið öldungardeildarþingmaðurinn Storm Thurmond sem sat á þingi frá 1954 til 2003 en hann lést sama ár og vantaði fimm mánuði að ná 101 árs aldri.  Thurmond var í upphafi demókrati skipti um flokk árið 1964 og varð repúblíkani.

Hér er hægt að sjá meðalaldur þingmanna frá 1953 í báðum deildum bandaríkjaþings.