Joe Manchin, ríkisstjóri, er frambjóðandi demókrata til öldungardeildinnar í ríki sínu Vestur Viginíu.  Í byrjun vikunnar hóf hann að birta auglýsingar sem fréttaskýrendur vestanhafs telja merki um mikla örvæntingu í herbúðum demókrata.

Í auglýsingunni kemur Manchin fram vopnaður rifli.  Hann hleður vopnið, og skýtur af því á frumvarp sem demókratar lögðu fram í öldungardeildinni nýlega, Cap and Trade bill. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata 2004 og Joe Lieberman, varaforsetaefni Gore árið 2000, lögðu frumvarpið fram fyrir hönd flokks sín en að mati margra, þar á meðal Manchin, mun frumvarpið, verði það að lögum, gera Bandaríkjamönnum erfiðara að koma sér þaki yfir höfuðið.

Í auglýsingunni kemur fram að Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e.National Rifle Association - NRA) styðja Manchin.

Hér er hægt að skoða auglýsinguna á youtube og heimasíðu Manchin.