Framleiðsluverð í Bandaríkjunum hækkaði um 1,2% í júlí og hefur nú hækkað sjö mánuði í röð að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þá er hækkunin nokkuð yfir væntingum greiningaraðila á vegum Bloomberg.

Framleiðsluverð hefur nú hækkað um 9,8% milli ára sem er mesta hækkun milli ára 27 ár að sögn Bloomberg.

Þá hefur hækkun á hrávörum hjaðnað nokkuð undanfarið og gera greiningaraðilar vestanhafs ráð fyrir því að framleiðsluverð muni hækka minna næstu mánuði.