Pöntunum á varanlegum neysluvörum fækkaði um 0,8% í Bandaríkjunum í mars, sem er þó nokkuð minna en greiningaraðilar vestanhafs höfðu gert ráð fyrir.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 1,5% fækkun á pöntunum.

Pöntunum á varanlegum neysluvörum hefur nú fækkað síðustu sjö mánuði af átta. Mestu munar um fækkunum á samgönguvörum sem fækkaði um 0,6%.