Markaðir í Bandaríkjunum féllu í dag af ótta við veikleika í bankakerfinu. Ræða nýs forseta, Barack Obama, sem talaði um undirliggjandi styrk hagkerfisins en einnig um erfiðleikana, dugði ekki til að koma í veg fyrir fallið. Dow Jones vísitalan féll um 4%, Nasdaq um 5,8% og S&P 500 um 5,3%.

Bankarnir drógu markaðinn niður. Þannig lækkaði Bank of America um 29%, Well Fargo um 24%, J.P. Morgan Chase um 21% og Citigroup um 20%.