Verð sauðfjárafurða hækkar verulega frá fyrra ári og er nú greitt fyrir lömb 2% umfram það viðmiðunarverð sem Landssamtök sauðfjárbænda segir til um. Um leið er kynnt sú nýbreytni að allar sauðfjárafurðir verða að fullu staðgreiddar inn á bankareikninga bænda annan föstudag eftir innleggsviku.

Enginn sláturleyfishafi hefur áður boðið bændum slíkan kost, segir í fréttabréfi SS en þar komu þessar upplýsingar fram

Meta má staðgreiðslu til ígildis 2-3% verðhækkunar auk þess ávinnings að fá á einum afreikningi yfirlit yfir fullnaðaruppgjör í stað margra afreikninga með hlutagreiðslum. Mjög sterk fjárhagsleg staða Sláturfélagsins gerir þessa breytingu mögulega segir í fréttabréfinu. Skortur hefur verið að kjöti og er það greinilega að koma bændum til góða.