BNT-samstæðan, sem á N1 hf. og fasteignafélagið Umtak, skuldar að minnsta kosti um 60 milljarða króna, samkvæmt síðustu birtu efnahagsreikningum félaganna.

Móðurfélagið BNT skuldaði 9,5 milljarða króna, að mestu í erlendum gjaldmiðlum, í lok árs 2007. Félagið hefur ekki birt ársreikninga fyrir árin 2008 né 2009. N1 skuldaði 19,3 milljarða króna í lok júní síðastliðins og skuldir Umtaks námu 27,2 milljörðum króna um síðustu áramót.

Endurskipulagning BNT verður eitt helsta verkefni fyrirtækjasviðs Íslandsbanka í haust samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hluti lána BNT eru þegar gjaldfallin, lán til Umtaks féllu nýverið í gjalddaga og stór skuldabréfaflokkur N1 er á gjalddaga í maí á næsta ári.

-Nánar er fjallað um fjárhagsstöðu félaganna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Slitastjórn Glitnis hefur ákveðið að hefja á annan tug riftunar- og skaðabótamála
  • Innlend fjárfesting dróst saman um 50% árið 2009
  • Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun fjárfesta fyrir um 80 milljarða á Íslandi
  • Tveir þriðju hluta af innborguðu hlutafé Pressunnar kom frá VÍS
  • Íbúðalánasjóð vantar 30-45 milljarða króna samkvæmt AGS
  • Mikið afrek að endurreisa Ísland - Viðtal við Mark Flanagan
  • Lán til stofnfáreigenda Byrs lengd um eitt ár
  • FIH hagnast vel á Pandoru
  • Netmiðlar birta helmingi fleiri fréttir en hefðbundnir miðlar samanlagt
  • Sport og peningar: KSÍ að selja svikna vöru