Bandaríski skákmeistarinn Bobby Fischer átti félag í Panama. Félagið hét Kettering Consultants Inc., og var stofnað árið 2007. Landsbankinn í Lúxemborg þjónaði sem milliliður og stýrði eignum hans í Kettering Consultants.

Fischer var gefinn íslenskur ríkisborgararéttur árið 2005 eftir deilur við bandaríska ríkið - meðal annars um skattgreiðslur. Hann neitaði að greiða ríkinu skatta af sigurgreiðslum sínum eftir að hafa unnið Boris Spassky árið 1972.

Fischer lést aðeins þremur mánuðum eftir að aflandsfélagið var stofnað, árið 2008. Kettering Consultants var þó ekki lokað fyrir fullt og allt fyrr en árið 2012.