Boðað hef­ur verið til verk­fallsaðgerða í 17 kjara­deil­um það sem af er ári. Á bak við þær standa um 9.300 ein­stak­ling­ar. Aðgerðunum var frestað eða þeim aflýst í nokkrum tilfellum.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins eigi um 140 þúsund manns hér á landi aðild að stétt­ar­fé­lagi. Það jafngildir þvi að 6,6% þeirra hafi boðað til verk­fallsaðgerða á ár­inu. Af deil­un­um 17 er ósamið í sex málum.

Halldór Grön­vold, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), segir í samtali við blaðið sambærilega stöðu og þá sem nú sé komin upp ekki hafa sést frá því þjóðarsátt­ar­samn­ing­arn­ir voru gerðir árið 1990. Hann seg­ir að merkja megi af­leiðing­ar hruns­ins í kjaraviðræðum vetr­ar­ins.