*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Erlent 9. apríl 2020 12:50

Boðaði vítisloga og stórgræddi

Bill Ackman græddi milljarða dollara á falli hlutabréfa. Hann boðaði helvíti á jörðu í sjónvarpsviðtali og á meðan hrundu markaðir.

Ritstjórn
Milljarðamæringurinn Bill Ackman.
epa

Vogunarsjóðsstjórinn Bill Ackman sagði að helvíti á jörðu biði Bandaríkjanna á næstunni í sjónvarpsviðtali við CNBC um miðjan mars. Líkur væru á að allt að milljón manns myndu deyja í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ackman sagðist hafa lokað sig af fyrir mánuði til að bjarga lífi föður síns sem væri í áhættuhópi. Hann hefði flutt fjölskyldu og samstarfsfélaga út úr New York vegna stöðunnar. Þá biðlaði Ackman til Donald Trump Bandaríkjaforseta að sett yrði á strangt útgöngubann og landamærunum lokað næstu 30 daga. Einungis nauðsynlegri starfsemi yrði haldið opinni.

Á meðan Ackman talaði féll hlutabréfamarkaðurinn sem varð til þess að hlutabréfaviðskipti voru stöðvuð í 15 mínútur.

10 dögum eftir viðtalið var greint frá því að vogunarsjóður Ackman, Pershing Square Capital Management, hefði hagnaðist um 2,6 milljarða dollara í mars með því að veðja á hrun á verðbréfamörkuðum. Fjárfesting hans í skortstöðum hefði numið 27 milljónum dollara króna og ávöxtunin því um 10 þúsund prósent. Ackman fullyrðir sjálfur að hann hafi verið búinn að loka öllum skortstöðum fyrir viðtalið.

Segist nú orðinn bjartsýnn

Eftir að hafa losað um skortstöðurnar er komið annað hljóð í skrokkinn. Ackman hefur aukið stöður sjóðsins í félögum á borð við Agilent, Berkshire Hathaway, Hilton, Lowe’s og Restaurant. Þá hefur sjóðurinn keypt bréf í Starbuck sem hann seld voru í janúar en í millitíðinni höfðu bréf í Starbuck lækkað skarpt.

Ackman gaf út í byrjun vikunnar að aðgerðir sem bandarísk stjórnvöld hafi gripið til væru trúverðugar, bæði á sviði læknavísindanna og hagfræðinnar. Hann horfi því bjartsýnn til framtíðar. Síðustu daga hefur hann nýtt á Twitter til að dreifa þeim skilaboðum að líklega séu mun fleiri séu smitaðir af kórónuveirunni en einkennalausir en almennt sé talið. Því sé hugsanlegt að kórónuveiran ekki mikið hættulegri en venjuleg flensa. Fullyrðing sem læknar telja að standist enga skoðun.

Auður Ackman er metinn á 1,6 milljarða dollara samkvæmt auðmannalista Forbes en Pershing Square Capital Management er með um 9 milljarða dollara í stýringu.