Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur enn einu sinni frestað afhendingu á nýjustu vél sinni, 787 Dreamliner.

Þetta er í fjórða sinn sem Boeing frestar afhendingu vélarinnar en að þessu sinni er verkfalli flugvirkja frá því í september (fóru í verkfall í 58 daga) auk þess sem erfitt hefur reynst að fá varahluti og aðrar vöru sem nauðsynlegar eru til að halda framleiðslunni áfram.

Þá er búist við því að fyrsta reynsluflug 787 Dreamliner verði næsta sumar og fyrsta vélin verði afhent til notkunar snemma árs 2010, tveimur árum á eftir áætlun.

Eins og gefur að skilja munu frekari tafir valda Boeing nokkru fjárhagstjóni en um 800 vélar hafa þegar verið pantaðar. Þegar þrátt fyrir að flugvélabransinn sé planaður mörg ár fram í tímann hafa flugfélög ekki endalausa þolinmæði.

Þá er algengast að flugfélög sem eiga vélar pantaðar annað hvort breyti pöntunum sínum og fái aðrar vélar í staðinn (sem hægt er að afhenda fyrr) eða hætti alveg við pöntunina og snúa sér til samkeppnisaðilans.

„Við munum yfirstíga þessar aðstæður líkt og áður og vitum hvað það er sem upp á vantar til að halda framleiðslunni áfram,“ sagði Pat Shanahan, framkvæmdastjóri Dreamliner verkefnisins hjá Boeing í samtali við Bloomberg fréttaveituna.

Icelandair Group á pantaðar fimm Dreamliner vélar. Samkvæmt upprunalegum áætlunum stóð til að afhenda tvær þeirra árið 2010, aðrar tvær árið 2012 og eina árið 2013.

Gera má ráð fyrir að einhver flugfélög sæki rétt sinn gagnvart Boeing sökum tafa á afhendingu vélarinnar.