Vegna ástands á vinnumarkaði býður Rannsóknarstofa í vinnuvernd upp á hádegisfyrirlestur um uppsagnir út frá sjónarmiði mannauðsstjórnunnar. Rætt verður um aðferðir, undirbúning og eftirfylgni.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.

„Uppsagnir er eitt af því erfiðasta sem starfsmenn upplifa. Uppsagnir eru líka erfiðar fyrir stjórnendur sem þurfa að standa frammi fyrir slíkum ákvörðunum. Starfsmenn sem eftir sitja og sleppa við uppsagnir upplifa einnig erfiða tíma. Uppsagnaferlið er flókið og vandmeðfarið,“ segir á vef Vinnumálastofnunar.

Fyrirlesturinn flytur Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, næstkomandi miðvikudag kl. 12:30-13:15. Fyrirlesturinn er haldinn í Háskóla Íslands, Öskju.