Skáldsagan Rosie verkefnið eftir Graeme Simsion kom í verslanir um síðustu helgi. Bókin hefur farið á toppinn í þeim löndum þar sem hún hefur komið út og gagnrýnendur fjalla vel um bókina.

Gagnrýnandi The Times sagði að aðalpersóna bókarinnar, Don Tillman, væri mest heillandi, hrífandi og töfrandi sögupersóna sem hann hefði lengi hitt. Bókin varð óvænt „bók messunnar“ á bókasýningunni í Frankfurt í fyrra. Við það sýndu útgefendur um allan heim áhuga en þá hafði útgáfufélagið Bjartur þegar tryggt sér réttinn á Íslandi.

Rosieverkefnið segir frá Don Tillman sem ætlar að kvænast en hann veit ekki hverri. En þar sem það þykir sannað að kvæntum karlmönnum gangi betur í lífinu þá er þetta verkefni sem Don hyggst leysa. Hann útbýr því nákvæman spurningalista til að auðvelda sér valið. Rosie fellur strax á prófinu en hún er óstundvís grænmetisæta sem reykir og drekkur.

Útkoman er, eins og gagnrýnandi Evening Standard sagði: „Auðlesin og skemmtileg saga.“