Borfélag Íslands hefur gert tilboð í allt hlutafé Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri og helsti eigandi Ræktunarsambandsins, lést í ágúst í fyrra. Erfingjar hans eiga nú 65% hlut í félaginu. Sjö búnaðarfélög á Skeiðunum og í Flóanum á Suðurlandi eiga það sem út af stendur, 35% hlut.

Í Sunnlenska fréttablaðinu í dag kemur fram að salan gæti gengið í gegn á næstu dögum.

Borfélag Íslands er í eigu sjóðs sem rekinn er af GAMMA.