Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu, var kjörin nýr formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) á aðalfundi félagsins 13. maí síðastliðinn. Hún tók þar við af Magnúsi Guðmundssyni.

Á sama fundi voru kjörin í stjórnina þau Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður, Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, Halldór Jónsson, forstjóri Ríkiskaupa, og Guðjón Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Í starfskjaranefnd félagsins voru kjörin Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, og Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi forstöðumaður.