*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 18. mars 2015 20:15

Börn Magnúsar Kristinssonar kaupa 40% hlut í Kraftvélum

Magnús Kristinsson er nýr stjórnarformaður Kraftvéla ehf. en fjögur börn hans eiga stóran hlut í fyrirtækinu.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Fyrirtækið Q44 ehf., sem er í óbeinni eigu fjögurra barna Magnúsar Kristinssonar, hefur keypt 40% hlut í Kraftvélum ehf., en framkvæmdastjóri félagsins, Ævar Þorsteinsson, staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið. Félagið Q44 er í eigu Fjárfestingafélagsins Bliks ehf. sem er í jafnri eigu systkinanna Magnúsar, Þóru, Héðins og Elfu Magnúsarbarna.

"Rafhlutir ehf., sem er félag í eigu minni og fjölskyldu minnar, átti alla í hluti í Kraftvélum áður en kaupin gengu í gegn núna um áramótin. Q44 ehf. eignaðist hins vegar 40% við kaupin," segir Ævar og bætir því við að kaupverðið sé trúnaðarmál.

Magnús Kristinsson er nú stjórnarformaður Kraftvéla og Héðin Karl sonur hans situr einnig í stjórn fyrirtækisins ásamt þeim Ævari og Viktor Karli Ævarssyni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér í fyrramálið. Meðal annars efnis í blaðinu:

  • Seðlabankinn staldrar við. 
  • Fjármagnstekjuskattur hefur letjandi áhrif á sparnað. 
  • Tvær leiðir eru færar til að takast á við greiðslujafnaðarvandann. 
  • Rætt er við yfirmann stafrænna viðskipta hjá bandaríska flugfélaginu JetBlue. 
  • Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, er í ítarlegu viðtali. 
  • Brugðið er upp svipmyndf af Erlu Ósk Ásgeirsdóttur. 
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað. 
  • Týr fjallar um fjárfestingarsamnina. 
  • Óðinn fjallar um vatnsveitur. 
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt fleira.