Lundúnir eru sá staður sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í aprílmánuði eða í 18,7% tilvika. Þetta kemur fram í nýrri talningu Túrista .

Á eftir Lundúnum koma Kaupmannahöfn og Ósló, en borgirnar þrjár hafa alltaf verið í efstu þremur sætunum samkvæmt talningu. Boston er í fjórða sæti listans og skýst upp fyrir París og New York, sem sátu í 4. og 5. sæti í marsmánuði, en áætlunarflug Wow air til borgarinnar hófst fyrir stuttu síðan.

Í frétt Túrista segir að ein af ástæðunum fyrir því að íslensku flugfélögin geti flogið svo reglulega til Boston sé að ekki sé boðið upp á flug þangað frá hinum Norðurlöndunum. Því sé líklegt að margir Norðurlandabúar á leið til Boston komi við í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.