Breska olíufyrirtækið BP býst við því að framleiðsla fyrirtækisins verði nær óbreytt á fjórða ársfjórðungi 2006 og að fyrirtækið nái því ekki framleiðslumarkmiðum ársins, segir í frétt Dow Jones.

BP gerir ráð fyrir því að meðalframleiðsla síðasta fjórðungs hafi verið jafngildi 3,82 milljóna olíufata á dag, samanborið við 4,022 á sama tímabili í fyrra.

Framleiðsla BP árið 2006 var 3,92 milljónir olíufata á dag að meðaltali, sem er 6,6% lægra en framleiðslumarkmið fyrirtækisins sem var 4,2 milljónir olíufata á dag.