Manning var aftur á móti fundinn sekur í mörgum öðrum ákæruliðum.  Hann var handtekinn eftir að hann lak skjölum úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til WikiLeaks. Þaðan fóru þau til fjölmiðla.

Skjölin innihéldu lýsingar af samskiptum bandarískra sendiráða við ríki víðs vegar um heim. Meðal annars voru þar samskipti sendiráðsins á Íslandi við íslensk yfirvöld. Þær upplýsingar birtust meðal annars í Fréttablaðinu og í fréttum RÚV.

Manning var meðal annars dæmdur fyrir njósnir og þjófnað. Hann gæti þurft að sæta fangelsi fyrir þann dóm. Alvarlegasti ákæruliðurinn sneri hins vegar að hjálp við óvininn, en hann var sýknaður af þeim lið.