Auglýsingastofan Brandenburg skilaði 51,5 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra eftir 44,5 milljóna tap árið 2022. Eigið fé félagsins fór úr því að vera neikvætt um 26 milljónir í árslok 2022 í að vera jákvætt um 21 milljónir í árslok 2023.

Tekjur Brandenburg jukust um 25% milli ára og námu 867 milljónum króna í fyrra. Rekstrargjöld námu 816 milljónum og jukust um 8,5% frá fyrra ári. Þar af voru laun og launtengd gjöld 459 milljónir en ársverk stofunnar voru að jafnaði 34.

Eignir auglýsingastofunnar voru bókfærðar á 118 milljónir króna um áramótin og eigið fé 21 milljón.

Eigendur Brandenburg í árslok 2023

Hluthafi Hlutur
Hrafn Gunnarsson 22,5%
Jón Ari Helgason 22,5%
Bragi Valdimar Skúlason 22,5%
Ragnar V. Gunnarsson 22,5%
Sigríður Theódóra Pétursdóttir 5,0%
ARK RVK (Arnar Líndal Halldórsson) 5,0%