*

sunnudagur, 7. mars 2021
Innlent 10. apríl 2020 09:12

Brandenburg velti 614 milljónum

Auglýsingastofan hagnaðist um 61 milljón króna á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um 11 milljónir frá fyrra ári.

Ritstjórn
Ragnar Vilberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg.
Aðsend mynd

Hagnaður auglýsingastofunnar Brandenburg nam 61 milljón króna á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um 11 milljónir frá árinu 2018. Tekjur stofunnar námu 614 milljónum króna en árið áður námu þær 678 milljónum. Eignir námu 107 milljónum í árslok 2019 og eigið fé 62 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 337 milljónum króna, en 32 manns störfuðu að meðaltali hjá stofunni í fyrra. Ragnar Vilberg Gunnarsson er framkvæmdastjóri Brandenburg og á hann jafnframt fjórðungshlut í stofunni.

Stikkorð: Brandenburg uppgjör