Brasilía hefur hafnað boði um að gerast aðili að samtökum olíuútflutningsþjóða, OPEC. Þetta kom fram í máli orkumálaráðherra landsins, Edison Lobao, í viðtali við brasilíska sjónvarpsstöð.

Að sögn Lobao buðu Íranar Brasilíu að ganga í OPEC fyrir hálfum mánuði síðan.

Nýlega fannst mikil olía úti fyrir ströndum Brasilíu sem gæti gert landið að stóru olíuútflutningsríki. Talið er að á svæðinu finnist um 33 milljarða olíutunna.

Lobao útilokaði ekki að Brasilía myndi gerast aðili að OPEC-samtökunum í framtíðinni.

Þetta kemur fram í frétt BBC.