Ísland hefur skipað sér í flokk fimm annarra ríkja sem hafa nú drepið á dyr Evrópusambandsins með formlegum hætti. Í gegnum tíðina hafa mörg ríki þurft að bíða lengi eftir svari. Stundum hefur skipan mála á heimilinu breyst umtalsvert meðan beðið er svars.

Í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um stækkunar- og samrunaferli ESB og aðildarumsókn Íslands. Þar kemur m.a. fram að erindi íslenskra stjórnvalda sé að flestu leyti frábrugðið erindi hinna fimm. Umsókn Íslands megi fyrst og fremst rekja til þess algera hruns sem orðið hafi á fjármálakerfi landsins í fyrra og pólitískum afleiðingum þess. Umsóknir hinna ríkjanna fimm stafi hins vegar af markvissri stefnu stjórnvalda þeirra til þess að tengjast hinu evrópska ríkjakerfi sem nánustum böndum.

__________________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.