Kauphöllin telur verulega hættu á að ójafnræði hafi eða geti skapast meðal fjárfesta í tengslum við sameiningaviðræður Burðaráss og Kalbaks, sbr. tilkynningu frá félaginu í dag, 23. september. Kauphöllin vill vekja sérstaka athygli fjárfesta á þessari hættu og hefur því ákveðið að færa hlutabréf Burðaráss, Kaldbaks og Samherja á athugunarlista. Á þessu stigi telur Kauphöllin hag fjárfesta þó ekki best borgið með því að hafa áfram lokað fyrir viðskipti með félagið og var því opnað fyrir þau á ný fyrir lokun Kauphallarinnar.