*

sunnudagur, 25. október 2020
Innlent 30. september 2020 16:09

Bréf Icelandair hækka mest

Heildarvelta nam 2,1 milljarði króna. Þar af námu viðskipti með bréf Icelandair 220 milljónum sem standa nú í 0,98 krónum.

Ritstjórn

Mest hækkuðu hlutabréf Icelandair eða um 3,16% í 220 milljóna króna veltu. Hlutabréf félagsins standa í 0,98 krónum. Næst mestu hækkuðu hlutabréf Iceland Seafood um 2,07% og standa þau í 8,86 krónum hvert. Þriðja mest hækkun var á bréfum Haga um 1,8% í mestri veltu sem nam 402 milljónum. Bréf félagsins standa í 51 krónu og hafa þau hækkað um ríflega 16% á þessu ári.

Heildarvelta nam 2,1 milljarði króna í 190 viðskiptum en mest lækkun var á bréfum Regins um 1,25% sem standa í 15,8 krónum. Næst mest lækkun, í næst mestri veltu, var á bréfum Marel um 0,67% í 328 milljóna króna veltu. Þau standa í 671 krónu í lok dags en gengi þeirra náði hápunkti fyrr í mánuðinum þegar þau stóðu i 741 krónu og hafa þau lækkað um tæplega 14% síðan þá.

Úrvalsvísitala OMXI10 lækkaði um 0,03% og stendur í 2.088 stigum. Hæst fór hún í ríflega 2.200 stig fyrr í mánuðinum.

Sjá einnig: Útboð Reitis samþykkt og Regins lokið

Hlutabréf TM hækkuðu um 1,52% í viðskiptum dagsins og bréf Kviku lækkuðu um 0,36%. Félögin hafa nýlega tilkynnt um sameiningaviðræður og hækkuðu þau bæði talsvert í viðskiptum gærdagsins. 

Sjá einnig: Bréf Kviku hækkuðu um 6,7% og TM um 4,6%

Stikkorð: hlutabréf Icelandair OMXI10