Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,41% í viðskiptum dagsins og stendur því í 1950,72 stigum. Heildarviðskipti dagsins námu 2,5 milljörðum króna í 624 viðskiptum en þar af námu viðskipti með bréf Marel rúmlega 1,2 milljörðum króna.

Einungis eitt félag hækkaði í virði en það voru bréf Sjóvá sem hækkuðu um 0,64% og standa nú í 15,75 krónum sem var að sama skapi næst mest velta en hún nam rúmlega 335 milljónum króna. Auk Símans hækkuðu bréf Össur á dönsku kauphöllinni um 5,26% og standa bréfin nú í 46 dönskum krónum hvert eða 854,4 íslenskum krónum.

Mest lækkuðu bréf Icelandair eða um 2,36% eftir mikla hækkun í vikunni og standa þau nú í 5,79 krónum hvert. Næst mest lækkun var á bréfum Símans eða um 2,02% og standa þau í 4,6 krónum. Þriðja mest lækkun var síðan á bréfum Haga eða um 1,69% því standa þau í 40,6 krónum hvert.

Íslenska krónan styrktist gagnvart öllum sínum helstu gjaldmiðlum fyrir utan japanska jeninu sem styrktist um 0,01%. Mest var lækkun breska pundsins um 0,39% og fæst pundið nú á 159,45 íslenskar krónur. Evran veiktist um 0,29% og fæst nú á 137,84 íslenskar krónur og danska krónan veiktist um 0,29% og fæst því á 18,452 íslenskar krónur.