Gengi hlutabréfa Marel féll um 2,24% í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréfin nam 124 milljónum króna. Gengi hlutabréfa félagsins hefur ekki verið lægra síðan í nóvember í fyrra.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa TM um 0,74%, VÍS um 0,39%, Eimskips og Vodafone um 0,37% og Regins um 0,24%.

Á hinn bóginn hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,54% og Haga um 0,33%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,65% og endaði hún í rétt tæpum 1.123 stigum. Heildvelta á hlutabréfamarkaði nam rúmum 733 milljónum króna.